Kerradeco veggþiljurnar eru 100% vatnsþolnar, mygla ekki og eru gerðar úr hágæða lagskiptri polymer efnablöndu . Þær henta jafnt í votrými sem almenn. Sérstaklega þægilegar í uppsetningu og hægt er að nota rýmið strax eftir uppsetningu. Frábær kostur þar sem reynir á styrk, útlit og áhrif.

Eru í tveimur stærðum: 1350x295x9mm og 2700x295x9mm. Ýmist límdar á slétta veggi eða skrúfaðar á grind. Ýmist 3,186 eða 3,584 eða 7,168 fermetrar í hverri pakkningu eftir gerð. Ýmist silfurlitaðir eða koparlitaðir frágangslistar, sem einnig má sleppa þar sem Kerradeco er 100% vatnsheld en 100% endurvinnanleg efni. Hefur góða hljóðeinangrandi eiginleika og 10 ára ábyrgð.