EVAhome er fjölskyldufyrirtæki á heildsölumarkaði byggingarefna, stofnað sumarið 2021 af hjónunum Almari Marinóssyni og Sveinbjörgu Evu Jóhannesdóttur. EVAhome býður vörur frá VOX, sem er pólskt fyrirtæki í framleiðslu byggingarefna og húsgagna. VOX selur framleiðslu sína til rúmlega 50 landa í flestum heimsálfum.

Við segjum að EVAhome sé staðsett allstaðar, því okkar þjónusta er ekki háð þinni staðsetningu. EVAhome er með heimili á Þórshöfn og starfar þaðan um allt land. Við finnum tíma saman og við komum í þitt fyrirtæki með kynningu, nú eða við sendum þér prufur gegn vægu gjaldi og tökum með þér fjarfund ef óskað er. Hvort sem er, finnum við lausnina. Einnig höldum við kynningar víða um land eftir því sem hentar og því upplagt að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Hafðu samband og tökum spjallið.