Hvernig á að velja gólfefni? Við því er svo sem ekki eitt svar annað en hvaða eiginleikum er verið að sækjast eftir? Ef þú hefur ákveðið útlit í huga fremur en eiginleika er augað sem ræður. Við viljum þó benda þér á eitt og annað við val á gólfefnum hjá EVAhome.


Vinylparket gefur þér er mýkt, þægindi, mjúk áferð og umfram annað glæsileika og góða endingu. Þau hafa einnig mikil áhrif á hljóðvist. Vinylparket og flísar eru flokkuð eftir því hvaða eiginleikum þau eru gædd og hvaða rýmum þau henta. Þrátt fyrri að vera svo mjúk eru þau alla jafnan slitþolin og þægileg í þrifum.


Harðparket er yfirleitt með hærra rispuþol (AC class) en vinylefnin og hafa sannað gildi sitt í gegnum árin með þeim eiginleikum. Einnig skiptir þykkt gólffjalarinnar máli er varðar styrk gólfsins og hve gólfið er slétt undir því. Vel þarf að vanda við val á efni því samsetning, læsingarkerfi og yfirborðsmerðferðir eru mjög fjölbreittar eftir framleiðendum. Gott er að lesa vel yfir eiginleika efnana og spyrjast fyrir.


Design floor er flokkur gólfefna sem eiga sér ekki stað í flokkum vinylefna, harðparketa eða viðargólfefna en notuð á heimilum, verslunum og annars staðar líkt og önnur ofantalin gólfefni. Um mjög fljölbreitta flóru gólfefna er að ræða og gerðir og notkunnareiginleikar næstum óteljandi. Ýmist eru þetta gólf með sérstaka eiginleika umfram annað gólf eða sérstakt framleiðsuferli sem á ekki við aðra flokka.

Til þess að gera hlutina áhugaverða eru myndbönd hér að neðan til að skoða og nota við ákvarðanatöku við val á gólfefni. Athugið að ekki er hægt að bera saman hvaða gólfefni sem er þar sem mikill munur er á milli gæða í sama flokki gólfefna milli framleiðenda og framleiðslu.