Við bjóðum uppá fjórar mismunandi gerðir af gólfefnum og öll eru þau með parket og flísa gerðum. Allt eru þetta gólfefni sem lækka kolefnisspor bygginga og stuðla að vistvænni byggingum. Bæði efnin og framleiðsla þeirra standast háar kröfur EVAhome um sjálfbærni.
Amaron - Hágæða 5mm vinylparket með hörðum kjarna og smellukerfi.
Aroq - Hágæða 2,5mm vinylparket sem er límt niður á viðeigandi undirlag eða á gólf.
Decora - Frábært 12mm harðparket sem er vatnsþolið og sérstaklega umhverifsvænt með sérlega lágu kolefnisspori.
Avatara - Eitt merkilegasta gólfefnið og er sinn eigin flokkur. Ný tækni við gólfefnagerð. Grænna verður það ekki.